20.4.2007 | 18:01
10% meira?
Heyrðu við vorum að tala um þetta í náttúrufræði í dag.
Ég missti reyndar aðeins úr umræðunni því ég þurfti að hlægja að dansa náttúrufræðikennaranum sem var að sofna. Haha.
En já.
Þar sem að við máttum ekki rugla saman gróðurhúsaáhrifum og þynningu ósonlagsins. Og ég sem hélt alltaf að ósonlagið væri að þynnast vegna gróðurhúsaáhrifanna. En svona getur maður verið heimskur þegar maður þykist vera gáfaður.
En það sem ég vildi tjá mig um. Fyrir stuttu þá var ákveðið að allstaðar í heiminum ætti að minnka koltvíoxíð í lofti, nema á Íslandi.
S.s. allstaðar á að minnka það, þannig að árið 2012 verði gróðurhúsaáhrifin eins og þau voru 1990. En Ísland mætti auka það um 10%.
Það var aðallega útaf því að við gátum nýtt okkur heitt vatn í jörðinni, þurftum ekki að not kol eins og flest önnur lönd. Loftmengunin hjá okkur var þá minni.
En svona er þetta. Ef við byggjum öll þessi álver sem á að byggja förum við langt yfir þessi 10% og þá fer heimurinn að hata okkur. Við lítum svo stórt á okkur.
-Ágústa
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 19:56
Nei, þú!
A: Þú meiddir mig.
B: nei.
A: víst, þú ert alltaf að því.
B: nei, þú meiddir mig!
A: Nei það er lygi! Þú barðir mig!
B: Ég! Þú ert búin að vera að meiða mikið!
A: Viltu hætta að ljúga svona um mig!
B: ég er ekki að ljúga.
A: víst
B: nei!
A: Víst!
B: Ái!, sko!!
A: Þú byrjaðir!
B: Nei þú!
Svona samtöl minna mig á þrennt, íran - bretland, Bandaríkin - írak og rifrildi mín við stóra bróður minn þegar ég var lítil. Nema þá endaði það í að annað hvort okkar hjóp grenjandi til mömmu. Þarna endar það í efnavopnaárásum, sjálfsmorðsárásum eða öðru líku.
-Ágústa
Segir CIA hafa yfirheyrt sig og pyntað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)